Guðrún Ásla og Café Riis

Á heimasíðu Café Riis segir: Café Riis er glæsilegur veitinga og pizzustaður í hjarta Hólmavíkur. Í boði er meðal annars heimabakað bakkelsi, súpur í hádeginu, fiskréttir og pizzur. Þetta elsta hús Hólmavíkur var byggt árið 1897 en svo gert upp árið 1995 og þar opnaður veitingastaður. Hlutar innréttinga staðarins eru útskornir og myndefnið er sótt í hin ýmsu galdratákn, en Strandamenn voru á öldum áður taldir galdramenn hinir mestu og eru reyndar sagðir svo enn. Um áramótin tók nýr eigandi við staðnum, Guðrún Ásla Atladóttir og Kristín Einarsdóttir, hitti hana þar sem hún var nýbúin að leggja á borð fyrir grunnskólanemendur sem þar eru meðal annarra í mötuneyti.

Comments are closed.