Frídel er 20 tonna trébátur, smíðaður árið 1971 í Vestmannaeyjum.
Í boði er að fara með hópa á sjóstöng og elda svo aflann í Söngsteini, fara í hvalaskoðun með skipstjóranum og fyrrverandi hvalfangaranaum Gunnari Jóhannssyni.
Einnig er í boði að sigla t.d. að eða í kringum Grímsey og skoða alla þá sjófugla sem þar halda sig en í Grímsey er ein mesta lundabyggð við Ísland.
Við fuglaskoðunina má bæta gönguferð í Grímsey með leiðsögn og sagnaskemmtun.