Sögur af ströndum

Frá árinu 2016 hefur Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur haft umsjón með útvarpsþáttum eða réttara sagt innslögum í Mannlega þáttinn á Rás 1.

Í þessum stuttu innslögum hefur hún tekið hátt á annað hundrað viðtöl við Strandamenn um ýmis efni, allt frá vangaveltum um kynlíf bænda fyrr á öldum, hestamennsku, hundatamningu, músahræðslu og fleira og fleira.

Hér er þessum innslögum safnað saman og hægt er að leita í þeim eftir nafni og umræðuefnum.

Álfar á Ströndum

Nú er glatt í hverjum hól og líka í fjöllunum norður á Ströndum. Þessa dagana fara þar fram búsetuskipti álfa eins og annars staðar á landinu. Kristín Einarsdóttir ræddi í dag um álfa og hverju megi eiga von á frá … Read More

Featured Post

Ragnar Torfason – jól á Ströndum

Ragnar Torfason er alinn upp á Finnbogastöðum í Trékyllisvík, þar tóku jólasveinar hlutverk sitt alvarlega og Ragnar hefur ásamt öðrum fetað í þeirra fótspor. Kristín Einarsdóttir hitti Ragnar á heimili hans í Reykjavík og fékk hann til að rifja upp … Read More

Featured Post

Strandir 1918 ferðalag til fortíðar

Á dögunum bárust á Strandir bókakassar – það væri líklega ekki frásögur færandi nema vegna þess að í þessum kössum voru bækur útgefnar á Ströndum, Strandir 1918 – ferðalag til fortíðar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti ritstjórann og … Read More

Featured Post

Grýla

Grýla er ein þekktasta íslenska þjóðsagnaveran og sú sem flest börn þekkja og mörg þeirra hræðast. Kristín Einarsdóttir fann í safni Ólafs Davíðssonar, Íslenskar gátur, skemmtanir, vikivaka og þulur, löng kvæði um Grýlu, og leitaðist við að gera ævi hennar … Read More

Featured Post

Guðbrandur Sverrisson, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir

Kristínu Einarsdóttur varð í myrkrinu hugsað til vorsins og vorverkanna í sveitinni. Hún hitti Guðbrand Sverrisson sem er nýhættur búskap á Bassastöðum á Ströndum og hafði svo samband við Heiðu Ásgeirsdóttur sem er ungur bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu og … Read More

Featured Post

Óskar Torfason – Drangur

Drangsnes, eins og flest önnur fámenn þorp á landsbyggðinni hefur mátt þola góða tíma og slæma í gegnum tíðina.Óskar Torfason er framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Drangs á Drangsnesi og nýlega var haldið uppá fjörtíu ára starfsafmæli Óskars. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á … Read More

Featured Post

Viðar Guðmundsson bóndi

Viðar Guðmundsson og Barbara Guðbjartsdóttir eru meðal fárra ungra bænda á Ströndum, en sauðfjárbændum fer fækkandi hér eins og annars staðar á landinu. Viðar hefur mikla gleði af búskapnum eins og auðheyrt var af spjalli hans og Kristínar Einarsdóttur á … Read More

Featured Post

Hrafninn

Nú eru farfuglarnir flognir í burtu af Ströndum eins og annars staðar af landinu. Hrafninn er einn þeirra fugla sem ekki yfirgefur okkur og af honum eru ýmsar sögur og hjátrú. Kristín okkar Einarsdóttir velti fyrir sér hegðun og mikilvægi … Read More

Featured Post

Sigurður Líndal – Brothættar byggðir

Strandabyggð hóf nýverið þáttöku í verkefninu Brothættar byggðir hjá Byggðastofnun. Sigurður Líndal Þórisson var ráðinn verkefnisstjóri og Kristín Einarsdóttir settist niður með honum og bað hann að útskýra um hvað þetta verkefni er.

Featured Post

Dagrún Ósk Jónsdóttir

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur er nú langt komin með doktorsrannsókn sína sem fjallar um birtingarmynd kvenna í þjóðsögum og sögnum. Kristín Einarsdóttir hitti Dagrúnu og fór með henni yfir ýmislegt sem tengist þjóðfræði.

Featured Post