Ævar Sigdórsson – Hornbjargsviti

Hornbjargsviti var byggður árið 1930 – sjófarendum til aðstoðar á erfiðum siglingum á þessu viðsjárverða hafsvæði. Við vitann var reist stórt hús þar sem vitaverðir hver fram af öðrum höfðu aðsetur frá 1930 til 1995. Ævar Sigdórsson er einn þeirra fjölmörgu sem tekið hefur ástfóstri við þetta svæði – en hann lét ekki kyrrt liggja heldur tók sig upp með konu og börn og bjó nokkur sumur í hinu risastóra vitavarðarhúsi.

Comments are closed.