Elsa Hansen

Á Hólmavík við Steingrímsfjörð er að öllu jöfnu friðsælt samfélag, þar stunda menn sjoinn, fara í kaupfélgið, dytta að húsum, gera sér kannski stundum dagamun  eða annað það sem við mannfólkið fáumst við alla daga- vetur sumar vor og haust. Haustið 1963 var tíðindalitið á Hólmavík en það sem hrjáði bæjarbúa og líklega aðra íbúa við Steingrímsfjörð var að lítið veiddist, bátarnri héldu á miðin dag eftir dag en komu með lítinn afla að landi – en svo var það dag nokkurn í október að bar til tíðinda. Hólmvíkingurinn Einar Hansen,  kom að landi með sæskjaldböku eina risavaxna – slík dýr eru mjög sjaldgæf hér á norðuslóðum og engin furða að bæjarbúum hafi orðið forviða. Einar Hansen þessi var fæddur í Noregi en flutti til Hólmavíkur og bjó sér þar heimili og eignaðist börn. Eitt þessara barna er Elsa Hansen sem reyndar hefur verið búsett í Svíþjóð lengi en kemur hingað til Hólmavíkur næstum því á hverju sumri. Ég hitti Elsu í húsinu þar sem foreldrar hennar hófu sinn búskap og bað hana að segja mér fyrst frá því hvernig það bar til að faðir hennar kom til Íslands

Comments are closed.