Jóhann Bjarni Skúlason Álfatrú

Út um allt land eru steinar og klettar þar sem álfar eru taldir búa, álfakirkjur eru nokkrar og um áramót er vissara að hafa allt hreint því þá gæti verið von á álfum á leið sinni milli hýbýla sinna. Jóhann Bjarni Skúlason kann sögur af álfum, hann hefur lengi unnið við vegagerð og veit að betra er að sýna álfunum virðingu og skilning.

Comments are closed.