Kristján Guðmundsson – Sleðaferðir á Ströndum

Lengi hefur verið talað um að auka þurfi vetrarferðamennsku hérlendis og tækifærin eru víða fyrir hendi en það þarf að koma auga á þau og framkvæma. Kristján Guðmundsson er einn upphafsmanna að snjósleðaferðum um Strandafjöllin í samvinnu við Hótelið á Djúpavík. Kristín hitti Kristján og bað hann að segja frá snjósleðaferðunum og öðru sem hann hefur lagt stund á um ævina.

Comments are closed.