Umhverfi Hveravíkur býður upp á afþreyingu af ýmsu tagi og má nefna gönguferðir með sjónum eða upp á Bjarnarfjarðahálsinn, jafnvel framhjá hinum fögru Urriðavötnum og niður í Bjarnarfjörð.

Nágrennið býður upp á mjög góðar hjólaleiðir t.d. alveg frá Hólmavík og norður í Árneshrepp.

Svo er ekki slæm hugmynd að koma með kajak með sér og sigla með ströndinni, nálgast sjófuglana, selina og jafnvel hvalina á firðinum.