Sæbjörg Freyja, Marta og Bjarni

Kristín Einarsdóttir ætlar að koma sér upp hænsnakofa og leitaði sér því upplýsinga hjá fróðu fólki um hænsnarækt. Fyrst hringdi hún í Sæbjörgu Freyju Gísladóttur sem býr á Flateyri og er þar með þrjár tegundir af hænum. Því næst lagði Kristín leið sína í Bæ á Selströnd þar sem hjónin Bjarni Þórisson og Marta Guðrún Jóhannesdóttir búa. Þar í garðinum er hænsnakofi og fjórar hænur spranga um hlaðið með hananum en ein hænan er komin á aldur og dvelur í góðu yfirlæti alla daga á sínu hænsnapriki.

Comments are closed.