Sögur af ströndum

Frá árinu 2016 hefur Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur haft umsjón með útvarpsþáttum eða réttara sagt innslögum í Mannlega þáttinn á Rás 1.

Í þessum stuttu innslögum hefur hún tekið hátt á annað hundrað viðtöl við Strandamenn um ýmis efni, allt frá vangaveltum um kynlíf bænda fyrr á öldum, hestamennsku, hundatamningu, músahræðslu og fleira og fleira.

Hér er þessum innslögum safnað saman og hægt er að leita í þeim eftir nafni og umræðuefnum.

Ólafur Engilbertsson

Ólafur Engilbertsson menningarmiðlari hefur sett upp sýningar af ýmsum toga á sinni starfsævi en löngu liðnir atburðir í nágrenni æskuheimilis hans höfðu mikil áhrif á hans líf. Kristín Einarsdóttir hitti Ólaf og ræddi við hann.

Featured Post

Bjarni Páll Vilhjálmsson

Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur hestamiðstöðina Saltvík í nágrenni Húsavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Þaðan hafa verið farnar lengri og styttri hestaferðir árum saman en í sumar ákvað Bjarni að takast á hendur hvorki meira né minna en 57 daga ferð með … Read More

Featured Post

Engilbert Ingvarsson

Engilbert Ingvarsson er fæddur árið 1927 í Unaðsdal á Snæfjallaströnd og má með sanni segja að hann muni tímana tvenna. Kristín Einarsdóttir settist niður með Engilbert og fékk hann til að segja frá lífinu á Snæfjallaströnd fyrir næstum hundrað árum. … Read More

Featured Post

Veiga Grétarsdóttir

Margir muna eftir frækilegri kajaksiglingu Veigu Grétarsdóttur rangsælis í kringum Ísland á móti straumnum sumarið 2019. Nú hefur Veiga lagt í enn stærra verkefni, hún réri í sumar frá Ísafirði, austur á Seyðisfjörð og ætlar svo þaðan í enn lengri … Read More

Featured Post

Ragnar Bragason

Vorið er kalt á Ströndum þetta árið, næturfrost á hverri nóttu sem gerir t.d. bændum erfitt fyrir í sauðburði. Samt sem áður láta vorboðarnir ekki stoppa sig, farfuglar mæta til sinna starfa og sauðburður spyr ekki um tíðafar. Kristín Einarsdóttir … Read More

Featured Post

Bjarnþóra María Pálsdóttir

Það eru aðrar aðstæður í vinnunni hjá lögreglukonunni Bjarnþóru Maríu Pálsdóttur á Ströndum en hjá kollegum hennar á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Einarsdóttir settist upp í lögreglubifreiðina hjá Bjarnþóru þar sem hún var við umferðareftirlit og ræddi við hana um þennan aðstöðumun … Read More

Featured Post

Esther Ösp Valdimarsdóttir

Nýlega var stofnað fyrirtæki í Strandabyggð sem hlaut nafnið Kyrrðarkraftur. Kristín Einarsdóttir hitti forsprakkann, Esther Ösp Valdimarsdóttur sem útskýrir markmið og áherslur þessa merkilega fyrirtækis sem er að hennar sögn endurhleðslusetur.

Featured Post

Finnur Ólafsson

Finnur Ólafsson er oddviti Kaldrananeshrepps, ræktar gómsæt kirsuber á Svanshóli í Bjarnarfirði og vinnur á fiskmarkaði Hólmavíkur og víðar. Kristín Einarsdóttir hitti Finn á bryggjunni á Hólmavík og ræddi við hann um grásleppu og fleiri fiska

Featured Post

Auður Höskuldsdóttir

Auður Höskuldsdóttir hefur búið næstum alla ævi á Drangsnesi og á Bæ á Selströnd. Kristín Einarsdóttir hitti Auði og fékk að heyra meðal annars um æðarrækt í Grímsey á Steingrímsfirði.

Featured Post

Heiða Ásgeirsdóttir

Á síðustu árum hefur færst í vöxt að bændur nýti sér fósturtalningar í ám til hagræðingar í sauðburði. Kristín Einarsdóttir lagði leið sína að bænum Ytri-Fagradal á Skarðströnd þar sem Heiða Guðný Ásgeirsdóttir taldi fósturvísa í ám og huðnum

Featured Post