Bessastaðir – Jóhann og Fríða

Kristín Einarsdóttir lagði leið sína að Bessastöðum í Hrútafirði til að ná í hesta sem hún hafði fest kaup á. Hún hitti þar bóndann og hestamanninn Jóhann Magnússon og dóttur hans hana Fríðu og ræddi við þau um hesta og … Read More

Nýr bátur á Drangsnesi

Þann 9. mars kom nýr bátur til hafnar í svokallaðri Kokkálsvík þar sem er hafnaraðstaða Drangsnesinga. Haldið var upp á daginn með pompi og prakt, og Kristín Einarsdóttir mætti á staðinn og spjallaði skipstjórann Ingólf Haraldsson, föður hans Harald Ingólfsson … Read More

Ásta Þórisdóttir

Ásta Þórisdóttir lauk nýverið meistaranámi í hönnun frá Listaháskóla Íslands, lokaverkefnið samanstóð af veggteppi, úlpu og færanlegu eldhúsi, en upphafið má rekja til þess þegar Ásta var að losa kartöflugarðinn sinn við svokallað illgresi. Kristín Einarsdóttir ræddi við Ástu í … Read More

Agnes Jónsdóttir – Leikfélag Hólmavíkur sýnir leikritið um Nönnu systur

21. maí. Leikfélag Hólmavíkur er eitt þeirra leikfélaga á landsbyggðinni sem enn setur upp eina eða fleiri sýningar á hverju ári til mikillar gleði fyrir gesti og greinilegt er að gleðin er ekki síður við völd innan leikhópsins. Agnes Jónsdóttir … Read More

Jónína Hólmfríður Pálsdóttir á Þorpum

Bæjarnöfn eru mörg sérstök og stundum er erfitt að átta sig á hvað liggur að baki nafngiftinni. Eitt slíkt bæjarnafn er hér í Strandabyggð, þar er bærinn Þorpar. Kristín Einarsdóttir hitti Jónínu Pálsdóttur sem er fædd og uppalin í Þorpum … Read More

Grunnskólinn á Drangsnesi, leikritið Sossa

Þann 30 maí 2019 var árshátíð grunnskóla Drangsness haldin með pompi og prakt. Aðalatriði kvöldsins var leikritið Sossa, leikgerðina unnu nemendur grunnskólans upp úr fjórleik Magneu frá Kleifum um sveitastelpuna Sossu. Eftir leiksýninguna hitti Kristín Einarsdóttir Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur skólastjóra … Read More

Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir – líf unglingsins á Drangsnesi

Sigurbjörg Halldóra Halldórsdóttir er nemandi í 9. bekk í Grunnskólanum á Drangsnesi og eini unglingurinn á staðnum. Hún syngur í kirkjukórnum, stundar skíði og unir hag sínum vel. Kristín Einarsdóttir hitti Sigurbjörg í skólanum sem er jafnframt kapella sveitarfélagsins Kaldrananeshrepps. … Read More

Grímsey á Steingrímsfirði

Grímsey á Steingrímsfirði er sannkölluð náttúruperla, sérstaklega þegar þúsundir lunda hafa búið þar um sig. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór með bátnum Sundhana út í eyjuna og spjallaði við skiptstjórann Franklín Ævarson og Möggu Stínu sem mun starfa … Read More

Jósef Blöndal

Jósep Blöndal læknir er af mörgum kunnur vegna læknisstarfa sinna í Stykkishólmi. Þangað hafa um sex þúsund Íslendingar lagt leið sína vegna bakvandamála og margir fengið bót sinna meina. Jósep hóf sinn læknisferil á Ströndum og kann margar sögur af … Read More

Marta Guðrún Jóhannesdóttir Grunnskóla Drangsness

Fyrir jólin eru haldnar jólaskemmtanir með ýmsu móti um land allt og misfjölmennar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór á jólaskemmtun Grunnskóla Drangsness og leikskólans Krakkaborgar en þar eru samtals þrettán nemendur. Kristín ræddi við skólastjórann Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur … Read More