Frá árinu 2016 hefur Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur haft umsjón með útvarpsþáttum eða réttara sagt innslögum í Mannlega þáttinn á Rás 1.
Í þessum stuttu innslögum hefur hún tekið hátt á annað hundrað viðtöl við Strandamenn um ýmis efni, allt frá vangaveltum um kynlíf bænda fyrr á öldum, hestamennsku, hundatamningu, músahræðslu og fleira og fleira.
Hér er þessum innslögum safnað saman og hægt er að leita í þeim eftir nafni og umræðuefnum.