Viða um land eru starfræktir svokallaðir handverksmarkaðir – þar sem selt er handverk sem unnið er af konum og körlum í nágrenninu. Þessum mörkuðum hefur vaxið fiskur um hrygg eftir að ferðamannastraumurinn jókst – ferðamönnum þykir greinilega nokkuð um vert að geta verslað muni sem búnir eru til á eða nálægt þeim stöðum sem þeir heimsækja – líklega kaupum við í ferðum okkar slíka hluti til að taka upplifunina af staðnum með okkur heim. Nokkurs konar skrásetning á ferðinni – eins og að taka myndir eða skrifa dagbók. Lopapeysurnar eru líklega í aðalhlutverki á slíkum stöðum en ýmislegt annað má finna.
Ásdís Jónsdóttir – Strandakúnst
Comments are closed.