Bjarni Páll Vilhjálmsson

Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur hestamiðstöðina Saltvík í nágrenni Húsavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Þaðan hafa verið farnar lengri og styttri hestaferðir árum saman en í sumar ákvað Bjarni að takast á hendur hvorki meira né minna en 57 daga ferð með viðkomu á Ströndum. Þar hitti Kristín Einarsdóttir Bjarna og fékk hann til að segja frá þessari miklu ferð.

Comments are closed.