Galdrasetur – sýning

Á dögunum var opnuð nýstárleg sýning í húsi galdrasetursins á Hólmavík, þar var meðal annars sýndur nýr galdrastafur sem hjálpað getur eiganda sínum til betri árangurs í fótbolta, annar sem eykur frægð og frama svo fátt eitt sé nefnt. Þessi sýning var afraksturs verkefnis um þjóðtrú sem unnið var í samvinnu Galdrasetursins, grunnskólanna og þjóðfræðistofu. Kristín Einarsdóttir fór á opnun sýningarinnar og tók fólk tali. 3. desember 2019

Comments are closed.