Íslandsmót í hrútadómum

Hið árlega íslandsmeistaramóti í hrútadómum er haldið af Sauðfjársetrinu á Ströndum og er vinsæll við burður, í þetta skipti mættu um 400 manns ,  – gestir koma víða af landinu til að taka þátt í keppninni, fá sér kaffi og kjötsúpu og kannski ekki síst til að hitta kunningja og vini enda er maður manns gaman.  Bændur og ráðunautar hafa lengi stundað hrútaþukl og valið með því verðlaunahrúta enda ræktun stór hluti búvísinda en það er ekki algengt að keppt sé í því hverjir séu færastir í að þukla hrúta og dæma vöxt og viðmót. 22. ágúst 2016

Comments are closed.