Kristin Schram og ísbirnir

Kristín Einarsdóttir játaði í Mannlega þættinum í dag að á göngum sínum um Bjarnarfjarðarhálsinn, sem er í næsta nágrenni við heimili hennar, lítur hún stundum í kringum sig til að fullvissa sig um að ekki sjáist til hvítrar skepnu á hæðunum í kring, sem gæti þá mögulega verið hungraður ísbjörn. Kristín leitaði því til Kristins Schram þjóðfræðings sem um árabil hefur stundað rannsóknir á sögum og sögnum af ísbjörnum.

Comments are closed.