Nú eru mörg ár liðin frá síðustu landhelgisdeilu okkar Íslendinga og einu stríðin okkar við Breta fara fram á fótboltavellinum sem betur fer. En mögulega var landhelgisdeilan harkalegri en hægt er að lesa um sögubókum a.m.k. lenti einn lítill handfærabátur í kröppum dansi við togarann Northern queen frá Grimsby. Kristín Einarsdóttir hitti einn úr áhöfn bátsins Jón Hörð Elíasson og fékk hann til að rifja upp þennan eftirminnilega dag á miðunum. 18. febrúar 2020
Landhelgisdeilan – Jón Hörður Elíasson
Comments are closed.