Haustið 2019 komu út tvær bækur hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi, þær heita Send í sveit, þetta var í þjóðarsálinni og Send í sveit, súrt, saltað og heimabakað. Eins og nöfn bókanna gefa til kynna fjalla þær um sama efni en með ólíkum hætti. Hér er á ferðinni afurð stórrar rannsóknar á siðnum að senda börn í sveit og fór hluti rannsóknarinnar fram á Ströndum. Ritstjórar bókanna hjónin Jónína Einarsdóttir og Geir Gunnlaugsson komu á Strandir til að kynna efni bókanna og Kristín Einarsdóttir settist niður með Jónínu og ræddi við hana um rannsóknina og bækurnar
Send í sveit
Comments are closed.