Veiga Grétarsdóttir

Margir muna eftir frækilegri kajaksiglingu Veigu Grétarsdóttur rangsælis í kringum Ísland á móti straumnum sumarið 2019. Nú hefur Veiga lagt í enn stærra verkefni, hún réri í sumar frá Ísafirði, austur á Seyðisfjörð og ætlar svo þaðan í enn lengri ferð á kajaknum. Veiga kom við á Ströndum í sumar og hjálpaði þar heimamönnum að hreinsa rusl úr svokallaðri Hörsvík en markmið ferðarinnar er að vekja athygli á rusli á ströndum landsins okkar og annarra landa. Kristín Einarsdóttir hitti Veigu og fékk hana til að segja frá þessu einstaka kajakævintýri.

Comments are closed.