þjóðfræði

Dagrún Ósk Jónsdóttir

Kristín hitti þjóðfræðinginn Dagrúnu Ósk sem veitir forstöðu náttúrubarnaskólanum sem starfræktur er á Sauðfjársetrinu á Ströndum, Dagrún hefur líka kynnt sér álagabletti og síðast en ekki síst mannát í þjóðsögum. 7. mars 2017

Magnús Rafnsson

Á Galdrasafninu á Hólmavík kennir ýmissa grasa, tilberi, nábrók, veðurgaldur, kveisublað og leiðbeiningar um hvernig nota megi slík þarfaþing. Magnús Rafnsson sagnfræðingur gekk með umsjónarmanni um sýninguna og sagði frá með sínum einstaka hætti. Við hittum líka Sigurð Atlason sem … Read More

Draugasögur af Ströndum

Sögur af draugum, skottum, mórum og fylgjum eru þekktar á Ströndum eins og víðar um landið. Kristín sagði frá nokkrum einkennum drauga og nefndi dæmi um hvernig megi varast þá og las svo söguna af henni Þorpa-Guddu. 30. janúar 2018

Jón Jónsson þjóðfræðingur

Kristín hitti Jón Jónsson þjóðfræðing og heyrði af rannsóknum hans á sögum af förumönnum – hér og þar á landinu á fyrri öldum. 20. febrúar 2018

Dagrún Ósk Jónsdóttir – andaglas

Andaglas hefur verið stundað af unglingum um árabil, og líklega löngu kominn timi til að rannsaka þetta umdeilda fyrirbæri. Kristín hitti Dagrúnu Ósk Jónsdóttur sem er að ljúka við meistaraprófsritgerð í þjóðfræði þar sem rannsóknarefnið er einmitt andaglasið. Góðar stundir … Read More