Sögur af Ströndum

Engilbert Ingvarsson

Engilbert Ingvarsson er fæddur árið 1927 í Unaðsdal á Snæfjallaströnd og má með sanni segja að hann muni tímana tvenna. Kristín Einarsdóttir settist niður með Engilbert og fékk hann til að segja frá lífinu á Snæfjallaströnd fyrir næstum hundrað árum. … Read More

Veiga Grétarsdóttir

Margir muna eftir frækilegri kajaksiglingu Veigu Grétarsdóttur rangsælis í kringum Ísland á móti straumnum sumarið 2019. Nú hefur Veiga lagt í enn stærra verkefni, hún réri í sumar frá Ísafirði, austur á Seyðisfjörð og ætlar svo þaðan í enn lengri … Read More

Ragnar Bragason

Vorið er kalt á Ströndum þetta árið, næturfrost á hverri nóttu sem gerir t.d. bændum erfitt fyrir í sauðburði. Samt sem áður láta vorboðarnir ekki stoppa sig, farfuglar mæta til sinna starfa og sauðburður spyr ekki um tíðafar. Kristín Einarsdóttir … Read More

Bjarnþóra María Pálsdóttir

Það eru aðrar aðstæður í vinnunni hjá lögreglukonunni Bjarnþóru Maríu Pálsdóttur á Ströndum en hjá kollegum hennar á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Einarsdóttir settist upp í lögreglubifreiðina hjá Bjarnþóru þar sem hún var við umferðareftirlit og ræddi við hana um þennan aðstöðumun … Read More

Esther Ösp Valdimarsdóttir

Nýlega var stofnað fyrirtæki í Strandabyggð sem hlaut nafnið Kyrrðarkraftur. Kristín Einarsdóttir hitti forsprakkann, Esther Ösp Valdimarsdóttur sem útskýrir markmið og áherslur þessa merkilega fyrirtækis sem er að hennar sögn endurhleðslusetur.

Finnur Ólafsson

Finnur Ólafsson er oddviti Kaldrananeshrepps, ræktar gómsæt kirsuber á Svanshóli í Bjarnarfirði og vinnur á fiskmarkaði Hólmavíkur og víðar. Kristín Einarsdóttir hitti Finn á bryggjunni á Hólmavík og ræddi við hann um grásleppu og fleiri fiska

Auður Höskuldsdóttir

Auður Höskuldsdóttir hefur búið næstum alla ævi á Drangsnesi og á Bæ á Selströnd. Kristín Einarsdóttir hitti Auði og fékk að heyra meðal annars um æðarrækt í Grímsey á Steingrímsfirði.

Heiða Ásgeirsdóttir

Á síðustu árum hefur færst í vöxt að bændur nýti sér fósturtalningar í ám til hagræðingar í sauðburði. Kristín Einarsdóttir lagði leið sína að bænum Ytri-Fagradal á Skarðströnd þar sem Heiða Guðný Ásgeirsdóttir taldi fósturvísa í ám og huðnum

Strandir.is

Nýlega var opnaður upplýsingavefur fyrir Strandir www.strandir.is, þar geta gestir, íbúar og þeir sem hugsa sér mögulega að flytja á Strandir aflað sér upplýsinga af ýmsu tagi. Auglýsingastofan Aldeilis setti upp vefinn en Silja Ástudóttir er ritstýra og verkefnisstýra. Kristín … Read More

Vilhelm Vilhelmsson

Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur hefur rannsakað selveiðar við Ísland og leitað fanga í ýmsum heimildum. Kristín Einarsdóttir hitti Vilhelm á selaslóðum eða á Hvammstanga þar sem einmitt selasetrið er til húsa.