Ásbjörn Magnússon byggði og rekur gistiheimilið Malarhorn á Drangsnesi, það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann og konan hans Valgerður Magnúsdóttir hófust handa við þetta verkefni á þeim aldri þegar margir eru farnir að hafa … Read More
Sögur af Ströndum

Dansskóli Jóns Péturs og Köru
Á dögunum var danssýning í grunnskólanum á Hólmavik, Kristín hitti danskennarann Jón Pétur sem farið hefur um landið og kennt grunnskólabörnum dans í áratugi. 27. mars 2018

Bergsveinn Birgisson – skáld og fræðimaður
Bergsveinn Birgisson rithöfundur hlustaði sem barn og unglingur á sögur afa síns Guðjóns Guðmundssonar frá Bæ á Selströnd og þessar sögur ganga aftur ef svo má segja í mörgum bóka Bergsveins. Kristín hitti Bergsvein og fékk hann til að ræða … Read More

Dagrún Ósk Jónsdóttir – andaglas
Andaglas hefur verið stundað af unglingum um árabil, og líklega löngu kominn timi til að rannsaka þetta umdeilda fyrirbæri. Kristín hitti Dagrúnu Ósk Jónsdóttur sem er að ljúka við meistaraprófsritgerð í þjóðfræði þar sem rannsóknarefnið er einmitt andaglasið. Góðar stundir … Read More

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir – Grunnskólinn á Hólmavík
Kristín fór í heimsókn í Grunnskólann á Hólmavík og hitti skólastjórann Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur og nemendur sem sögðu frá margvíslegum verkefnum sem þau fást við í skólanum. 17. apríl 2018

Eiríkur Valdimarsson
Fyrir tíu árum var fyrst haldið húmorþing á Hólmavík þar sem fræðimenn, grínistar og áhugafólk um húmor og hlátur koma saman og ræða málin. Fimmta þingið var haldið fyrir stuttu og þar talaði t.d. Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur um hið skemmtilega … Read More

Einar Indriðason – Sorpsamlag Strandasýslu
Mikil hugarfarsbreyting á hefur orðið hvað varðar meðferð sorps, enda eigum við bara eina jörð og þurfum auðvitað að gæta hennar og vernda. Kristín hitti Einar Indriðason framkvæmdastjóra Sorpsamlags Strandasýslu og þau ræddu sorphirðu og flokkun á Ströndum 2. maí … Read More

María Maack
María Maack vinnur hjá Vestfjarðastofu og sér þar um ýmis verkefni. Kristín hitti Maríu á skrifstofu hennar á Hólmavík, en hún hefur aðsetur bæði þar og á Reykhólum og fékk hana til að segja frá störfum sínum hjá Vestfjarðastofu og … Read More

Finnur Ólafsson – kirsuberjarækt
Á Svanshóli í Bjarnarfirði eru ræktuð einstaklega ljúffeng kirsuber, sem seld eru t.d. í verslunum og mörkuðum á svæðinu. Kristín fór á Svanshól og talaði við Finn Ólafsson um tildrög þessarar ræktunar.

Kristján Guðmundsson – Sleðaferðir á Ströndum
Lengi hefur verið talað um að auka þurfi vetrarferðamennsku hérlendis og tækifærin eru víða fyrir hendi en það þarf að koma auga á þau og framkvæma. Kristján Guðmundsson er einn upphafsmanna að snjósleðaferðum um Strandafjöllin í samvinnu við Hótelið á … Read More