Sögur af Ströndum

Jósep Blöndal – 2. hluti

Hér heyrum við seinni hluti viðtals Kristínar Einarsdóttur við Jósep Blöndal lækni. Jósep hefur á sínum læknisferli í Stykkishólmi komið þúsundum Íslendinga til hjálpar sem átt hafa við bakvandamál að stríða. Jósep er frábær sögumaður og hann hélt áfram að … Read More

Þorsteinn Sigfússon

Þorsteinn Sigfússon hefur starfað sem svæðisstjóri Orkubús Vestfjarða með aðsetur á Hólmavík í hátt í fjóra áratugi. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Þorstein og ræddi við hann um starfið og ýmislegt annað. 20. október 2020

Þórður Halldórsson

Þórður Halldórsson býr á bænum Laugarholti í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp. Hann hefur á hverju sumri síðan 1990 og þar til í sumar farið með hópa fólks í hestaferðir yfir Drangajökul og í Reykjarfjörð nyrðri. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, … Read More

Konráð Eggertsson

Kúasmölun og bjargsig var aðalumræðuefni Kristínar Einarsdóttur, okkar konu á Ströndum og Konráðs Eggertssonar sem margir þekkja sem Hrefnu-Konna enda landsþekktur hrefnuveiðimaður, þar sem þau sátu í sólinni í Þernuvík einn septemberdag. 6. október 2020

Guðný Björnsdóttir á Bessastöðum.

Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, brá sér yfir í Húnaþing vestra og hitti Guðnýju Helgu Björnsdóttur á Bessastöðum sem þar býr ásamt manni sínum, hinum þekkta hestamanni Jóhanni Magnússyni. Þau búa þar að sjálfsögðu með hesta en líka kýr … Read More

Indriði á Skjaldfönn

Kristín okkar Einarsdóttir fór undir lok ágústmánaðar og hitt Indriða bónda á Skjaldfönn í Skjaldfannardal og ræddi við hann um veðrið síðasta vetur og ýmislegt annað fróðlegt. 22. september 2020

Rakel Jóhannsdóttir – strandveiðar

Rakel Jóhannsdóttir frá Hólmavík ákvað stuttu eftir fimmtugsafmælið sitt að fara á strandveiðar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Rakel þegar hún var að hefja strandveiðar fyrir þremur árum og svo núna þegar vertíðinni lauk . 15. sept. 2020

Melasystur

Systurnar frá Melum í Árneshreppi hafa komið fram við ýmis tækifæri ogskemmt gestum með söng og gamanmálum. Kristín okkar Einarsdóttir ræddi við Ellen Björnsdóttur, eina þeirra, en fékk svo þær allar þrjár til að taka lagið í fjárhúsinu á Melum.

Þorbirna Björgvinsdóttir og vitarnir umhverfis landið

Við hugsum mögulega ekki útí það dagsdaglega hversu mikil vinna og mannfrek það er að mála og halda við öllum hinum fjölmörgu vitum sem vísað hafa sjófarendum leiðina í gegnum árin. Kristín Einarsdóttir hitti Þorbirnu Björgvinsdóttur á bryggjunni í Kokkálsvík … Read More

Viðar Hreinsson, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar

Jón lærði Guðmundsson sem uppi var á árunum 1574 til 1658 lifði viðburðarríku lífi svo ekki sé meira sagt. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur skrifaði bók um Jón, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar sem nýverið kom út hjá Lesstofunni. Jón lærði fæddist … Read More